Fyrirtæki í ársskilum virðisaukaskatts.

Minnsti fyrirtækja hópurinn miðast við fyrirtæki sem eru í ársskilum virðisaukaskatts. Það eru öll fyrirtæki sem eru með ársveltu undir 3 miljónum.

Fyrirtæki á ársskilum skila einni virðisaukaskattsskýrslu á ári og er gjalddagi virðisaukaskattsins 5. febrúar vegna næsta almanaksárs á undann.

Vinna við bókhald og gerð virðisaukaskattsskýrslu fyrir þessi fyrirtæki fer því oft fram í janúar, en góð regla er að færa bókhaldið á tveggja mánaða fresti, eins og gert er fyrir stærri fyrirtæki, sem eru í tveggja mánaða skilum, enda getur vöxtur fyrirtækja verið hraður og þau náð að fara yfir stærðarmörkin innan ársins.

Launavinnsla fer fram um mánaðamót. Launaupplýsingar s.s. tímar o.fl. er sent í netpósti og launaseðlar og skilagreinar sendar rafrænt til fyrirtækisins, starfsmanna, RSK og lífeyrissjóða.

ÖX bókhaldsstofa notar Evernote netský til að koma gögnum til viðskiptavina sinna. Öll gögn í Evernote má skoða í hvaða vafra sem er eða í síma eða speldi.

Latest comments

Share this page