Fyrirtæki með eigið skrifstofuhald.

Þessi fyrirtækja hópur einkennist af því að vera með eigið skrifstofuhald og eru því mun sjálfstæðari og óháðari hvað varðar bókhaldsþjónustu, en treysta á bókhaldsstofur og endurskoðunarskrifstofur vegna uppgjöra og ráðgjafar. Velta þeirra oft á bilinu frá nokkur hundruð milljónum og starfsmannafjöldi yfir 30 starfsmönnum.

Þessi fyrirtæki eru oftast í tveggja mánaða skilum virðisaukaskatts. Vinna við bókhald fer fram á eigin skrifstofu sem sér einnig um að skila VSK uppgjöri á tveggja mánaða fresti.

Þessi fyrirtæki nýta sér gjarnan þá kosti Reglu netkerfisins að vera með fleiri en eina vinnustöð og tengingu við undirkerfi s.s. kassakerfi og posa.

Launavinnsla er framkvæmd á skrifstofu félagsins eða á bókhaldsstofu, ef stjórnendur kjósa að halda þeirri vinnu utan skrifstofunnar. Launaupplýsingar s.s. tímar o.fl. er sent í netpósti og launaseðlar og skilagreinar sendar rafrænt til fyrirtækisins, starfsmanna, RSK og lífeyrissjóða.

Þessi fyrirtækjahópur notfærir sér bókhaldsstofur og endurskoðunarskrifstofur einna helst vegna uppgjöra, skattframtala og samskipta við RSK ofl. opinbera aðila.

AXA bókhaldsstofa notar Evernote netský til að koma gögnum til viðskiptavina sinna. Öll gögn í Evernote má skoða í hvaða vafra sem er eða í síma eða speldi.

Latest comments

Share this page